logo-600x400_transperant

LUNGNAVERND

Hvað er skimun fyrir lungnakrabbameini?

Um er að ræða einstaklingsbundna skimun og áhættumat. Gerð er regluleg skoðun á lungum með ákveðinni tækni í myndgreiningu (tölvusneiðmynd) til þess að reyna að finna krabbamein í lungum á forstigi. 

Mikilvægt er að framkvæma skoðunina reglulega fyrir áhættuhópa svo hún skili sem mestum árangri.

Þeir sem eru skimaðir eru hraustir einkennalausir einstaklingar sem hafa ákveðna áhættuþætti.

Afhverju að skima fyrir lungnakrabbameini?

Skoðun með þessum hætti getur verið eðlileg en einnig fundið mein sem ekki er farið að gefa einkenni.

Ef skimun finnur sjúkdóm á frumstigi eru meiri líkur á lækningu.

Skima ætti áhættuhópa árlega.

kona2

Hverjir eru áhættuþættirnir?

 • Karlar og konur á aldrinum 55-75 ára
 • Þeir sem reykja eða sem hafa hætt að reykja fyrir 15 árum eða skemur
 • Einstaklingar sem hafa reykt í meira en 30 pakkaár
  (1 pakki á dag í 30 ár)

Hverjir ættu að fara í skimun?

Mælt er með einstaklingsbundinni skimun og áhættumati fyrir þá sem tilheyra áhættuhópi. 

Ef þú ert á aldrinum 55 – 75 ára og uppfyllir allar forsendurnar hér til vinstri þá telst þú tilheyra áhættuhópi fyrir lungnakrabbameini.

Reikna út mín pakkaár

Nýjustu gögn í vísindum styðja skimun fyrir þá sem eru í áhættu

 • 24%
 • 33%

Rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar sýna að dánartíðni vegna lungnakrabbameina getur minnkað um allt að 24% hjá körlum og 33% hjá konum.*

Hvernig virkar þessi tækni?

Myndgreining með lágri geislun í tölvusneiðmynd (Low dose CT technology) notar 75% minni geislun en hefðbundin rannsókn. Hún er verulega næmari en hefbundin röntgenmynd af lungum sem dugar ekki til skimunar. Slík rannsókn sem þessi er sú eina sem er viðurkennd til skimunar á lungnakrabbameini.

Rannsóknin er gerð án skuggaefnis og því ekki þörf á ísetningu nálar í handlegg og fer fram á röntgenstofu. Það tekur aðeins fáeinar mínútur að framkvæma hana og hún þarfnast ekki sérstaks undirbúnings. 

Heilsuvernd býður upp á einstaklingsbundna skimun fyrir lungnakrabbameini. 

Hringdu í síma 510 6500 til að bóka skoðun eða hér á síðunni

Hv_Logo_text-midjad

Í hverju felst ráðgjöfin og hvar fer hún fram?

 • Fyrsta viðtal fer fram hjá Heilsuvernd í Urðarhvarfi þar sem tekin er ákvörðun um myndgreiningu og send beiðni þar um.
 • Farið er yfir spurningalista um heilsufar og framkvæmd lungnamæling (spirometry), lífsmörk mæld og skráð.
 • Tekin er umræða um reykbindindi og tóbaksvarnir, og farið yfir áhættuþætti og lífsstíl.
 • Í kjölfar rannsókna er farið yfir niðurstöður og tekin afstaða til næstu skrefa. Venjulega liggja niðurstöður fyrir eftir sirka 3 virka daga eftir að myndgreiningin hefur farið fram.
 • Niðurstöður eru tilkynntar einstaklingi símleiðis.
 • Ef niðurstöður sýna engin merki um krabbamein er í samráði við einstaklinginn bókuð endurkoma að ári í næstu skimun.
 • Ef viðkomandi þarfnast frekari greiningar og/eða meðferðar er honum vísað á viðeigandi fagaðila til uppvinnslu.

Þarf ég að hafa áhyggjur af niðurstöðum?​

 • Það er eðlilegt að þeir sem fara í skoðun vegna áhættuþátta og eru skimaðir fyrir krabbameini hafi áhyggjur. Ákveðin óvissa felst í því að fara í slíka rannsókn og bíða eftir svari. Hins vegar eru flestir sem eru skimaðir heilbrigðir og ekki með nein merki krabbameins.

Bóka skoðun

Nafn (nauðsynlegt)

Kennitala (nauðsynlegt)

Sími

Tölvupóstur (nauðsynlegt)

Fyrirspurn

Heimildir og tilvitnanir

LUNGNAVERND

HAFÐU SAMBAND